Skrifstofustóll Stirling með háu baki

Svart áklæði

Vörunr.: 121771
 • Stillanlegur höfuðpúði
 • Stillanlegar armhvílur
 • Samstillingarbúnaður
Þægilegur stóll með hátt bak sem setur fallegan svip á skrifstofuna. Stóllinn er með samstillingarbúnað sem er læsanlegur í fjórum stillingum. Bakið og höfuðpúðinn eru hæðarstillanlegir og armarnir stillanlegir í bæði hæð og breidd.
Efni
120.987
Með VSK
7 ára ábyrgð

Vörulýsing

Þessi einstaklega þægilegi skrifstofustóll hentar mjög vel ef þú þarft að sitja við vinnu allt að 8 tíma á dag. Stólsetan, bakið og höfuðpúðinn eru þykkbólstruð og auðvelt er að stilla hæð þeirra til að finna vinnuvistvænustu stellinguna. Dökkt áklæðið myndar fallegt mótvægi við 5-arma álundirstöðurnar sem eru á hjólum.

Frambrún setunnar er ávöl til að minnka álagið á aftanverð hné og læri. Hátt stólbakið veitir mjög góðan stuðning við allt bakið og umlykur líkamann sem eykur enn frekar á þægindin. Stillanlegur höfuðpúðinn veitir aukinn stuðning við hálsinn og herðarnar. Armarnir eru stillanlegir og draga úr álagi á handleggina og slaka einnig á vöðvunum í hálsinum og öxlunum.

Samstillingarbúnaðurinn í stólnum sér til þess að bæði stólbak og seta fylgja þínum hreyfingum. Hann stuðlar að fjölbreyttari stellingum þegar setið er í stólnum yfir daginn ásamt því að auka blóðflæði um líkamann. Samstillingarbúnaðurinn er auðstillanlegur og hægt að festa í 4 stillingum.

Til að auka enn frekar á þægindin getur þú bætt við fóthvílu til að styðja við fæturnar. Ekki gleyma að kaupa gólfvörn til að verja gólfið gegn óþarfa sliti og álagi!
Þessi einstaklega þægilegi skrifstofustóll hentar mjög vel ef þú þarft að sitja við vinnu allt að 8 tíma á dag. Stólsetan, bakið og höfuðpúðinn eru þykkbólstruð og auðvelt er að stilla hæð þeirra til að finna vinnuvistvænustu stellinguna. Dökkt áklæðið myndar fallegt mótvægi við 5-arma álundirstöðurnar sem eru á hjólum.

Frambrún setunnar er ávöl til að minnka álagið á aftanverð hné og læri. Hátt stólbakið veitir mjög góðan stuðning við allt bakið og umlykur líkamann sem eykur enn frekar á þægindin. Stillanlegur höfuðpúðinn veitir aukinn stuðning við hálsinn og herðarnar. Armarnir eru stillanlegir og draga úr álagi á handleggina og slaka einnig á vöðvunum í hálsinum og öxlunum.

Samstillingarbúnaðurinn í stólnum sér til þess að bæði stólbak og seta fylgja þínum hreyfingum. Hann stuðlar að fjölbreyttari stellingum þegar setið er í stólnum yfir daginn ásamt því að auka blóðflæði um líkamann. Samstillingarbúnaðurinn er auðstillanlegur og hægt að festa í 4 stillingum.

Til að auka enn frekar á þægindin getur þú bætt við fóthvílu til að styðja við fæturnar. Ekki gleyma að kaupa gólfvörn til að verja gólfið gegn óþarfa sliti og álagi!

Fjölmiðlar

Smámynd vörumyndbands 1

Skjöl

BIM models

Vörulýsing

 • Sætis hæð:470-545 mm
 • Sætis dýpt:500 mm
 • Sætis breidd:500 mm
 • Hæð baks:580-670 mm
 • Breidd:640 mm
 • Tæknibúnaður:Samfasatækni
 • Ráðlagður tími í notkun:8 klst
 • Litur:Svartur
 • Efni:Áklæði
 • Ending:100000 Md
 • Hámarksþyngd:110 kg
 • Tegund hjóla:Léttrúllandi hjól
 • Stjörnufótur:Ál
 • Ráðlagður fjöldi fólks við samsetningu:1
 • Áætlaður tími fyrir afpökkun og samsetningu/einstaklingur:15 Min
 • Þyngd:27,3 kg
 • Samsetning:Ósamsett