Fagleg aðstoð við innréttingar á skrifstofum, skólum og vöruhúsum

Fagleg aðstoð við innréttingar á skrifstofum, skólum og vöruhúsum

Vantar þig innblástur, góð ráð eða hagnýta aðstoð við að innrétta skrifstofuna, skólann eða vöruhúsið? Hvernig sem rýmið er sem þú þarft að innrétta eru margar ákvarðanir og þættir sem huga þarf að. Við getum boðið þér upp á sérstakt teymi sérfræðinga sem hjálpar þér að sjá alla möguleikana sem í boði eru og ná fram bestu lausninni fyrir þínar þarfir – þér að kostnaðarlausu. Viltu fá nánari upplýsingar? Hringdu í okkur og segðu okkur frá þínum þörfum og þú kemst skrefi nær lausninni

Fyrir frekari upplýsingar um hvernig við getum aðstoðað þig, hringdu í:557-6050

Kosturinn við að framleiða okkar eigin vörur
Verksmiðjurnar okkar þrjár í Evrópu framleiða mikið úrval af vörum: allt frá skrifstofuhúsgögnum til sófa, frá skápum til brettarekka. Til að halda vöruúrvalinu okkar í takt við nýjustu strauma setjum við vöruþróun í algeran forgang. Við erum sífellt að hanna ný húsgögn og vörur í nánu samstarfi milli hönnuða okkar, verksmiðja og verkefnastjóra. Innanhússframleiðslan býður upp á marga kosti. Hún leyfir okkur að stjórna öllu ferlinu frá hönnun til fullunninar vöru, svo að við getum boðið viðskiptavinum okkar upp á réttu gæðin. Hún gefur okkur einnig fulla stjórn á sjálfbærnimarkmiðum okkar með tilliti til umhverfis-, heilsu og öryggismála. Að auki gerir hún okkur mögulegt að sníða ákveðnar vörur að sérstökum þörfum viðskiptavinanna.
Leyfðu okkur að bæta vinnustaðinn þinn
AJ hefur verið að bæta vinnustaði með góðum árangri í 45 ár. Við bjóðum upp á fleiri en 15.000 vörur fyrir skrifstofur, skóla, vöruhús og iðnað ásamt snjöllum innanhússlausnum fyrir þægilega og skilvirka vinnustaði. Hugmyndafræði okkar er sú sama og þegar við byrjuðum árið 1975: að vera leiðandi söluaðili heildrænna lausna með því að bjóða upp á hágæða vörur fyrir vinnustaði. Þess vegna bjóðum við upp á þúsundir vara á góðu verði sem afhentar eru upp að dyrum þegar þú þarft á þeim að halda. Allt vöruúrvalið okkar er aðgengilegt í vörulistanum okkar, í netverslun okkar, sem er opin 24 tíma á sólarhring, eða með því að tala við söluteymi okkar. Við gerum auðvelt að bæta vinnuumhverfið þitt.