Fagleg aðstoð við innréttingar á skrifstofum, skólum og vöruhúsum

Fagleg aðstoð við innréttingar á skrifstofum, skólum og vöruhúsum

Vantar þig innblástur, góð ráð eða hagnýta aðstoð við að innrétta skrifstofuna, skólann eða vöruhúsið? Hvernig sem rýmið er sem þú þarft að innrétta eru margar ákvarðanir og þættir sem huga þarf að. Við getum boðið þér upp á sérstakt teymi sérfræðinga sem hjálpar þér að sjá alla möguleikana sem í boði eru og ná fram bestu lausninni fyrir þínar þarfir – þér að kostnaðarlausu. Viltu fá nánari upplýsingar? Hringdu í okkur og segðu okkur frá þínum þörfum og þú kemst skrefi nær lausninni

Ekkert verkefni er of stórt eða of lítið
Það getur fylgt því mikil ábyrgð að innrétta vinnustað. Það verður mun auðveldara ef þú ert með teymi af innanhússhönnuðum, verkefnastjórum, vörusérfræðingum og uppsetningaraðilum þér til aðstoðar. Við veitum þér stuðning frá skipulagsstiginu þangað til þú flytur inn – hvort sem þú þarft að innrétta einstaka vinnurými á skrifstofunni eða í skólanum eða heilt vöruhús. Ekkert verkefni er of stórt eða lítið fyir okkur.
Þín lausn, skref fyrir skref
Við munum byrja á því að heimsækja vinnustaðinn þinn og framkvæma ítarlega greiningu á þörfum þínum, kröfum og aðstæðum. Hversu mörg skrifborð, nemendaborð eða brettarekkar passa inn í rýmið á þægilegan hátt? Hvernig getum við stýrt hljóðstiginu? Hvernig getum við skapað sem best andrúmsloft? Það eru alltaf margar spurningar sem vakna. Til að svara þeim munum við bjóða þér upp á þrívíddarteikningu sem sýnir þér greinilega hvernig á að hámarka nýtinguna á hinum ýmsu rýmum sem í boði eru.
Við getum séð um allt
Þegar verið er að innrétta húsnæði er algengt að aðeins sé hugað að brýnustu þörfum. Við tökum hugsanlegar framtíðarþarfir þínar með í reikninginn þannig að hægt sé aðlaga vinnusvæðið þegar og ef þess þarf. Þar að auki munum við með ánægju sjá um allt verkefnið í heild, þar á meðal uppsetningu á vinnustaðnum. Það er líka einn mikilvægur ávinningur við að leyfa okkur að aðstoða þig: Það gefur þér meiri tíma fyrir það sem skiptir mestu máli – vinnuna!

Fyrir frekari upplýsingar um hvernig við getum aðstoðað þig, hringdu í:557-6050