Leiðbeiningar til kaupanda: hvernig á að velja besta skrifstofustólinn

5 atriði sem þarf að hafa í huga þegar þú velur skrifstofustól

Góður skrifstofustóll fylgir hreyfingum líkama þíns, dregur úr hættunni á álagsmeiðslum og hjálpar þér að sitja rétt, sama hversu lengi þú þarft að sitja á hverjum degi. Hins vegar er enginn ein stærð sem passar við alla, jafnvel í svipuðum vinnuaðstæðum. Hér eru 5 mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga þegar verið er að velja skrifstofustól.
Kvinna sitter vid höj- och sänkbart skrivbord och jobbar med dator

1. Hversu marga klukkutíma þarftu að sitja á hverjum degi?

Mikilvægasta spurningin er hversu marga tíma þú þarft að sitja við vinnuna á venjulegum vinnudegi. Því lengur sem þú situr, því betri þarf stóllinn að vera. Til að auðvelda þér að finna stólinn sem hentar þér best, höfum við flokkað stólana í vöruúrvali okkar eftir ráðlögðum tíma sem setið er: 4, 8, 12, og 24 tímar. Við bjóðum upp á allt frá einföldum stólum fyrir þá sem þurfa sjaldan að setjast niður, til vandaðri útgáfa sem bjóða upp á bestu mögulegu þægindi , jafnvel á löngum vinnudögum.
 
4 tímar: Ef þú ert mikið á ferðinni og þarft aðeins að sitja í stuttan tíma í einu, getur tiltölulega einfaldur stóll dugað.

8 tímar: Ef þú ert sitjandi mest allan vinnudaginn þarftu gæðastól með góðum stillingarmöguleikum.

12 tímar: Þarftu venjulega að sitja í marga klukkutíma í einu? Þá ættirðu að velja stól með öllum mögulegum þægindum.

24 tímar: Vinnurðu í stjórnstöð eða í svipuðum aðstæðum og átt erfitt með að komast frá? Þá þarftu stól sem uppfyllir ströngustu kröfur um stillingarmöguleika og þægindi!

Två personer sitter avslappnat vid varsitt skrivbord på ett kontor

2. Veldu búnað sem leyfir réttu hreyfingarnar

Til þess að finna bestu vinnustellinguna er mikilvægt að stólsetan og bakið fylgi hreyfingum þínum, vegna þess að líkaminn þarf að breyta um stellingu reglulega. Sambandið á milli stólsetunnar og stólbaksins stýrist af búnaðinum sem stóllinn býr yfir: Betri búnaður býður upp á fleiri stillingarmöguleika og vinnuvistvænni líkamsstöðu.

PCB (Stöðug snerting við bakið): Stólbakið fylgir hreyfingum efri hluta líkamans á meðan sætið er fast.

Læstur halli: Einfaldur búnaður þar sem bakið og sætið halda sama horni við hvort annað, jafnvel þegar stólnum er ruggað. Það er hægt að læsa stólnum í einni stellingu eða halda honum í ruggustillingunni. Viðnámið fer eftir líkamsþyngd þinni.

Samstilling: Sætið og bakið hreyfast saman í hlutfallinu 1:2, sem þýðir að sætið hreyfist um eina gráðu fyrir hverjar tvær gráður sem bakið hreyfist þegar stólnum er ruggað. Það er hægt að læsa sætinu og bakinu í fastri stöðu  og einnig stilla viðnámið eftir þinni líkamsþyngd.

Fjölsamstilling: Hér hreyfast sætið og bakið einnig í hlutfallinu 1:2 en þú hefur einnig möguleika á að aftengja sætið, sem gerir auðvelt að teygja úr líkamanum af og til og auka blóðflæðið til fótanna og fótleggjanna.

Ósamstilltur: Það er hægt að stilla hallann á sætinu og bakinu sjálfstætt og annað hvort festa þau í þægilegustu stillingunni eða láta þau fylgja hreyfingum líkama þíns (frjálst flæði). Það leyfir þér að laga sætisstöðuna algjörlega að þínum óskum.
Kvinna sitter på ergonomisk kontorsstol och vilar armen mot armstödet

3. Leitaðu að vinnuvistvænum eiginleikum

Til þess að stóllinn veiti þér réttan stuðning þarf hann að vera aðlagaður að þinni hæð, þyngd og líkamsgerð. Þar sem við erum öll ólík er best að leita að stóla með mörgum mismunandi stillingarmöguleikum. Vertu viss um að nota alla eiginleika stólsins og stilla hann reglulega þannig að þú sitjir ekki alltaf kyrr í sömu stöðu.

Stillanleg sætishæð: Stjórnast af hæð þinni. Í réttu sætishæðinni er allur sólinn á gólfinu þegar þú þrýstir bakinu að stólbakinu.

Stillanleg sætisdýpt: Viðheldur blóðflæði til fótleggjanna og fótanna. Stilltu stólinn þannig að þú getir komið hnefanum á milli stóls og hnés þegar þú hefur sólann á gólfinu.

Stillanleg hæð á stólbaki: Stólbakið fylgir náttúrulegri sveigju mjóhryggsins og mjaðmagrindarinnar.

Hallanlegt sæti: Býður upp á góða líkamsstöðu með því að halla sætinu lítillega fram á við á meðan mjaðmirnar eru örlítið hærri en hnén.

Stillanlegir armar: Rétt aðlögun bæði upp og niður og til hliðar dregur úr álaginu á handleggina og vöðvana í hálsi og öxlum.

4. Fleiri valmöguleikar og fylgihlutir

Einstaka fylgihlutir eða búnaður geta einnig haft áhrif á hvaða stól þú velur. Til dæmis, er möskvabak vinsæll valkostur. Armar og höfuðpúðar eru fáanlegir sem aukabúnaður með grunngerðunum á meðan þeir eru staðalbúnaður með vandaðri stólunum.

Hátt eða lágt stólbak: Það fer eftir því hvað þú vilt, en grunnreglan er að stóllinn ætti að styðja við allt bakið, þannig að hærra stólbak hentar hærri notendum betur.

Höfuðpúði: Stuðningurinn ætti að vera í hálshæð til að létta álagi af hálsi og öxlum. Það er hægt að stilla hæðina og hallann til að veita sem bestan stuðning.

Armar: Armarnir létta álagi af öxlunum og ættu að vera stillanlegir þannig að framhandleggirnir geti hvílt á skrifborðinu eða örmunum. Armarnir ættu að vera stillanlegir upp og niður og til hliðar.

Möskvabak: Þetta snýst ekki bara um útlitið. Möskvabakið hefur líka hagnýta eiginleika. Þetta er fullkominn valkostur ef þér hættir til að verða heitt á skrifstofunni vegna þess að möskvarnir hleypa lofti í gegnum bakið.

Uppblásanlegur mjóhryggspúði: Þú getur blásið upp púða í neðri hluta stólbaksins sem fellur að náttúrulegri S-laga sveigju mænunnar og dregur úr bakverkjum.
Kontorsstol LANCASTER
Skrifsofustóll MARLOW

5. Litir, hönnun og hráefni

Þegar þú hefur fundið stóla sem henta þínum þörfum er komið að skemmtilega hlutanum: að velja útlit stólsins. Við bjóðum upp á bæði hefðbundna og nýtískulega stóla. Margar stólgerðirnar okkar eru fáanlega í mörgum mismunandi litum. Þú getur valið um tauáklæði, gervileður eða alvöru leðuráklæði, allt eftir þínum óskum og fjárhag.

Allt annað er undir þér komið. Fjölbreytt vöruúrval okkar tryggir að þú munt finna rétta stólinn fyrir þig, sama hver þú ert. Ef þú átt í vandræðum með valið geturðu alltaf haft samband við okkur – við hjálpum þér með ánægju!