Hvernig á að velja besta skrifstofuborðið

Hvernig á að velja besta skrifstofuborðið

Skrifborð koma í öllum stærðum og gerðum. Það er auðvelt að hugsa þannig að þú þurfir bara að velja eitt sem lítur út eins og þú vilt og passar inn í rýmið þitt, en það eru önnur atriði sem þarf að huga að. Þegar við erum í vinnunni eyðum við mörgum klukkutímum við skrifborðin okkar, svo hvernig finnurðu skrifborð sem lítur ekki bara vel út fyrir heldur hentar líka vinnusvæðinu og daglegu verkunum þínum?

TVÆR MIKILVÆGAR SPURNINGAR

Hversu miklum tíma munt þú eyða við skrifborðið þitt á degi hverjum?

Ef þú situr við skrifborðið þitt í nokkra klukkutíma á dag þarf það ekki að vera svo stórt eða slitsterkt. Þetta þýðir að þú getur sennilega komist upp með að velja borð sem byggir einfaldlega á stílnum sem þér líkar best. Hins vegar ef þú vinnur þar frá morgni til kvölds þarftu að hugsa betur um stærð, hönnun, gæði og virkni. Þú gætir líka viljað íhuga að uppfæra í hæðarstillanlegt skrifborð ef þú vinnur langa tíma, til að koma í veg fyrir of mikla kyrrsetu.

Hvað þarftu að hafa við höndina þegar þú ert að vinna?

Ef þú þarft að koma mörgum hlutum fyrir á skrifborðinu þínu, eins og borðtölvu sem og hvaða flytjanlegu tæki sem er, heimasíma, bréfabakka fyrir pappírsvinnu og fleira, þá þarftu að velja stórt borð til að rúma allt. Hins vegar, ef þú ert bara með fartölvu og farsíma, þá geturðu auðveldlega unnið við miklu minna skrifborð og sparað pláss á skrifstofunni fyrir aðra hluti - geymslueiningu ef þig vantar eða kannski þægilegan sófa. Þetta fer auðvitað líka eftir því hversu mikið pláss er til staðar á skrifstofunni. Ef þú ert með takmarkað gólfpláss en þarft nóg vinnupláss skaltu íhuga að velja skrifborð af annarri lögun eða festa rennu á borðskilrúmið til að losa um pláss.

SNIÐ

Beint eða rétthyrnt skrifborð

Rétthyrnd skrifborð eru fyrirferða minni og eru oft notuð á skrifstofum þar sem pláss er takmarkað. Þau eru tilvalin fyrir að vera bak í bak þegar þörf er á vinnustöðvum og auðvelt er að skilja þau af með t.d. skilrúmum.

Bylgjulaga skrifborð

Skrifstofuborð með bylgjulaga borðplötu gerir þér kleift að sitja nær vinnusvæðinu þínu, sem veitir þér þægilega og vinnuvistvæna vinnustöðu með góðum stuðningi við handleggina.

Hornskrifborð

Vinnuvistvænt hornskrifborð eða stærri L-laga borðin passa vel í sérkennilega löguð herbergi þar sem þú vilt nýta hornrýmin, þannig að miðju gólfflöturinn sé laus fyrir til dæmis fundarborð. Fyrir fólk sem þarf að sýsla í pappírsvinnu eða skjölum á vinnustöðinni sinni gefur þessi uppsetning nóg pláss til að gera það án þess að það verði þröngt. L-laga hönnun er líka fullkomin til að halda fundi beint við skrifborðið þitt.

STÍLL

Veldu lit eða viðartegund

Flest skrifstofuborð nú á dögum eru gerð úr viðarlíki. Viðarlíki er efni sem er auðvelt í umhirða, hannað til að líta út eins og alvöru viður sem dofnar ekki né rispast og mun standast daglega notkun á annasömum skrifstofum. Ef þú hellir morgunkaffinu þínu á viðarlíkið eða gleymir að nota glasamottu, þá er engin þörf á að hafa áhyggjur þar sem þú þurrkar bara af. Á móti er spónn þunnt lag af alvöru við. Þar sem hann er raunverulegur viður mun hann líta náttúrulegri út. Á móti mun spónn með tímanum dofna við ljós og getur auðveldlega rispast. Það er almennt betra fyrir skrifstofu framkvæmdastjóra eða stjórnarherbergið en daglega skrifstofunotkun.

Bæði efnin eru fáanleg í úrvali viðarlita, en viðarlíkið kemur einnig í nútímalegri tónum af svörtu, hvítu og gráu – vinsæll kostur á nútímaskrifstofunni.

EIGINLEIKAR OG AUKAHLUTIR

Hæðarstillanleg borð

Að lifa kyrrsetu lífi hefur í för með sér eina af stærstu heilsufarsvá okkar tíma. Að sitja fyrir framan skrifborð allan daginn er einn stærsti áhættuþátturinn. Sem betur fer er hægt að vinna gegn þessu með því að nota "virk" skrifstofuhúsgögn, svo sem hæðarstillanlegt borð. Að skipta á milli þess að sitja og standa yfir daginn er fullkomin leið til að halda líkamanum á hreyfingu og forðast verki og sársauka sem fylgja því að vera í sömu stöðu allan daginn. Hæðarstillanleg skrifborð eru dýrari en venjuleg skrifborð en það eru góðir kostir í boði á markaðnum, eins og þeir sem eru hjá AJ Vörulistanum, og er verðmæt langtímafjárfesting í heilsu þinni og vellíðan. Frá viðskiptasjónarmiði hefur verið sýnt fram á að þau auka framleiðni.

Renna á skilrúmið

Renna á skilrúmið er nýstárleg leið til að færa tölvuskjáinn eða fartölvunna af skrifborðinu þínu þannig að þú hafir meira vinnupláss. Þú gætir líka komið fyrir bréfabakka fyrir lausa pappíra. Rennan er fest á skilrúmið í þægilegri hæð til að skoða skjáinn. Ef þú getur ekki komið fyrir stærra skrifborði vegna þess að þú hefur takmarkað gólfpláss en finnur alltaf fyrir plássleysi til að sinna vinnunni, þá er þetta einföld en mjög áhrifarík lausn.

Aðrir fylgihlutir

Aðrar einfaldar viðbætur gætu einnig gert vinnu þína skilvirkari og skipulagðari: skúffueining sem passar við eða undir skrifborðið fyrir ritföng og mikilvæg blöð, snúrubakka til að koma í veg fyrir sjáanlegar snúruflækjur eða skjáarmur til að tryggja að skjárinn sé í réttri hæð, það eru fullt af valkostum í boði fyrir þig til að sérsníða vinnuaðstöðuna þína. Bættu við persónulegum munum eins og fjölskyldumyndum, plöntu eða minjagripum um frí svo þér líði eins og heima í vinnunni.

Ekki láta skrifborðið þitt koma niður á vinnunni þinni, vertu viss um að skrifborðið þitt virki fyrir þig!