Því meiri hreyfing í skólanum því betra

Vinnuumhverfið í skólanum á að sjálfsögðu að vera eins gott og á nútímaskrifstofu. Skólinn er jú
vinnusvæði barnanna og þau eiga jafn mikinn rétt og fullorðnir á að vinna í vinnuvistvænu
umhverfi. Þetta þýðir fyrst og fremst að börn og ungmenni verða að geta breytt líkamsstöðu sinni
- sem kallar á húsgögn og innréttingar sem stuðla að því. Meira um það síðar, fyrst ætlum við að
tala um hvers vegna fjölbreytni er góð.
Við mennirnir erum sköpuð fyrir hreyfingu og margt jákvætt gerist innra með okkur þegar við erum 
virk. Bæði á sál og líkama. Í fyrsta lagi stuðlar aukið blóðflæði að meiri orku, við verðum eftirtektarsamari og
getum einbeitt okkur betur, auk þess verðum við meira skapandi og eigum auðveldara með að vinna. Einnig er
það vitað mál að líkamleg hreyfing bætir námsgetu okkar, kennurunum líka til ánægju. Þannig að allir
græða á virkari skóladegi!

Þegar við hreyfum okkur styrkist beinagrind okkar og vöðvar. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir börn því þau
þurfa á því að halda að byggja upp styrk þegar líkami þeirra stækkar. En vellíðan okkar hefur líka áhrif,
bæði í núinu og síðar á lífsleiðinni. Ásamt því að efla hjarta- og æðakerfið, liðleika og samhæfingu, þá hjálpar
virkt daglegt líf til við að draga úr hættu á sykursýki 2 og offitu. Náttúrulegt hreyfimynstur hefur einnig áhrif á
andlega heilsu okkar og er verndandi þáttur bæði gegn streitu og þunglyndi.

Börn og ungmenni þurfa meiri hreyfingu í daglegu lífi - þess vegna erum við stöðugt að þróa úrvalið okkar
af virkum skólahúsgögnum. Nýjasta viðbótin heitir Adjust, hæðarstillanlegt nemendaborð sem
bæði veita kærkomna fjölbreytni og hjálpa nemendum að halda einbeitingu lengur yfir
skóladaginn. Auðvelt er að færa til borðið og þar sem að hæðin er stillt með gaspumpu
þarf engar rafmagnssnúrir. En valmöguleikunum þínum fyrir hæðarstillanleg nemendaborð lýkur
ekki þar: Arise og Ascend eru tveir valkostir sem báðir hafa sömu góðu áhrifin á nemendur.