Skúffuskápur á hjólum Modulus, 3 skúffur, læsanlegur, hvítur
Litur:
Veldu Litur!
Velja...
Birki
Eik
Hvítur
Svartur
Frá
55.860
Verð með VSK
- Miðlæsing og snúningshjól
- Sterk bygging
- Þægilegar skúffur
Læsanleg skúffueining á hjólum með þrjár skúffur. Býður upp á færanlega geymslu undir skrifstofuvörur. Skúffurnar eru með innfelld handföng að framanverðu. Skúffueiningin er hágæða vara sem er traust í byggingu og gerð úr sterkum hráefnum.
Þetta er AJ Vörulistinn

- Upplýsingar um vöru
- Vörur í sömu línu
- Greiðsla og afhending
Nánari vörulýsing
Þessi hágæða, fyrirferðalitla og færanlega skúffueining úr Modulus húsgagnalínunni býður upp á þægilega geymslu og fellur vel að vinnustaðnum án þess að taka of mikið pláss. Sterk bygging og slitsterkt viðarlíki á yfirborði hennar gerir skúffueininguna að harðgerðum húsbúnaði.
Hún sómir sér vel með öðrum húsgögnum úr Modulus línunni en þar sem viðarlíkið fæst í mismunandi litum er líka auðvelt að nota hana með flestum gerðum húsgagna.
Skúffurnar eru læsanlegar með miðlæsingu og eru með innfelld handföng, sem bæðir sparar pláss og gefur þeim glæsilegt útlit. Hjólin gefa henni sveigjanleika og gerir þér auðvelt að færa skúffueininguna úr stað ef þess þarf. Þú getur sett skúffueininguna undir skrifborðið þitt en þar sem að hún er klædd með viðarlíki á öllum hliðum, getur hún vel staðið ein og sér í opnu rými. Viðarlíkið er auðvelt í þrifum.
Modulus húsgögnin eru sveigjanlegasta skrifstofulínan hjá AJ-vörulistanum og er hún árangur okkar eigin hönnunar og framleiðslu. Úthugsaðir eiginleikar, mikið af geymsluúrræðum og fjölbreytt litaval gerir þér kleift að skapa lausn sem hentar þínum þörfum - hvort sem að vinnusvæðið er lítil heimilisskrifstofa, opið rými eða einkaskrifstofa. Húsgögnin eru hönnuð til þess að sitja fullkomlega hlið við hlið og þökk sé einingar hugmyndinni, getur þú auðveldlega bætt við þau eftir því sem fyrirtækið þitt stækkar og geymsluþörfin eykst. Allt miðast þetta að því auðvelda þér vinnuna!
-
Fylgiskjöl
Vörulýsing
Hæð: | 550 mm |
Breidd: | 400 mm |
Dýpt: | 600 mm |
Litur: | Birki , Eik , Hvítur , Svartur |
Litakóði: | 8100 SM , 8431 SU , 9420 BS , U 0190 BS |
Efni: | Viðarlíki |
Læsanlegt: | Mæð læsingu |
Fjöldi skúffur: | 3 |
Þyngd: | 30 kg |
Samsetning: | Samsett |
Ábyrgð: | 3 ár |
Lesa meira
Aðrar vörur í þessari línu Modulus