Fækkaðu vinnuslysum með öryggismerkingum á gólfum

Bættu heilbrigði og öryggið á vinnustaðnum og tryggðu að öllum öryggisreglum sé fylgt með því að koma viðeigandi gólfmerkingum fyrir til að vara við öllum hættum. Réttu skiltin á réttum stað geta dregið verulega úr hættunni á vinnuslysum og meiðslum með því að vara starfsfólkið við eða hættum eða vekja athygli á að hlífðarbúnaður sé nauðsynlegur á ákveðnum svæðum. AJ Vörulistinn býður upp á allt sem þú þarft til að tryggja öryggi starfsmanna.

Öryggisgólfmerkingar frá AJ Vörulistanum

Við bjóðum upp á mikið úrval af öryggismerkingum fyrir vöruhús, með staðlaðar áprentarnir og liti sem koma upplýsingum og leiðbeiningum skýrt og fljótt á framfæri. Skiltin eru stór og prentuð mjög skýrt á gegnsæja PVC filmu sem er tryggilega límd á undirlag þannig að hún helst föst, jafnvel í umhverfi þar sem álagið er mikið. Skiltin eru hentug fyrir hreint, flatt og þurrt yfirborð. Þótt þau séu gerð til að límast á gólfið má einnig festa þau á vegg eða annað undirlag.

Hvar ætti að nota gólfmerkingar?

Það er mikilvægt að nota öryggismerkingar á gólfum í vöruhúsum, verksmiðjum og öðrum iðnaðarsvæðum til að vara starfsfólk og gesti við mögulegum hættum. Þær má nota til að beina athygli að gönguleiðum og stýra umferð auk þess að merkja hættuleg svæði og vekja athygli á öryggisreglum. Með því að nota gólfmerkingar í bland við önnur öryggisskilti og öryggisbúnað fyrir einstaklinga geturðu tryggt öryggi starfsfólks og að öllum vinnuverndarreglugerðum sé fylgt.

Hvað þýða öryggismerkingar?

Það eru fjórar megingerðir af öryggisskiltum og þær eru tengdar mismunandi litum. Þessir litir eru staðlaðir um allan heim svo að fljótlegt og auðvelt er að greina mikilvægi hvers skiltis. RAUÐUR: Rauði liturinn er notaður þegar skiltið er notað til að banna eitthvað, til dæmis "Aðgangur bannaður" eða "Reykingar bannaðar". GULUR: Guli liturinn er notaður til að vara við bráðri hættu. GRÆNN: Græni liturinn er notaður til að merkja öruggar gönguleiðir eða öryggisbúnað, eins og flóttaleiðir eða skyndihjálparkassa. BLÁR: Blái liturinn er notaður til að gefa til kynna að einhverra aðgerða sé þörf, sérstaklega á byggingasvæðum, í vöruhúsum eða verksmiðjum, eins og að fara verði í öryggisskó eða að eldvarnarhurðir þurfi að vera lokaðar. Hafðu samband við okkur ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur