Vinsælar vörur

AJ Vörulistinn: skrifstofuhúsgögn, skólahúsgögn, lagerhillur, meðhöndlun á efni og margt fleira

AJ Products hefur útvegað skrifstofuhúsgögn, skólahúsgögn og lagerhillur í yfir 45 ár með góðum árangri. Stofnað í Svíþjóð árið 1975, AJ Group finnst núna í 19 löndum um alla Evrópu. Markmið okkar eru þau sömu og voru þegar við byrjuðum: að hjálpa fólki að líða vel í vinnunni. Við náum því fram með því að bjóða upp á réttu vörurnar á rétta verðinu auk þess að hafa allt á einum stað sem vinnustaðurinn þinn þarfnast. Skiptir ekki máli hvað þig vantar, frá einföldum plaststól, skilaboðatöflu eða sekkjatrillu að full innréttaðri skrifstofu eða brettarekkakerfi, þá getum við hjálpað.

Allt sem þig vantar fyrir skrifstofuna

Við bjóðum uppá töluvert úrval af hágæða vörum fyrir skrifstofuna þína t.d. skrifstofustóla, geymsluskápa, móttökuhúsgögn og að sjálfsögðu mest seldu vöruna okkar, rafdrifin skrifborð. Úrvalið okkar rímar við hvaða fjárhagsáætlun sem er, frá ódýrum lausnum upp í úrvals skrifstofuhúsgögn. Þú getur t.d. keypt fyrir húsnæði með takmörkuðu plássi eða þau sem eru notuð í fjölnota tilgangi, samfellanleg borð eða staflanlega stóla – fullkomið fyrir ráðstefnur, sýningar, veislur auk skólamötuneyta.

Frá leikskóla til framhaldsskóla

Með fjölbreyttu úrvali af nýstárlegum skólahúsgögnum og fræðsluvörum, höfum við línur sem henta börnum og ungu fólki á öllum aldri, frá leikskóla í gegnum grunnskóla og upp í framhaldsskóla. Þetta þýðir að þú getur fundið allt sem þig vantar til að skapa árangursríkt lærdómsumhverfi: frá nemendastólum og borðum að geymslueiningum, lýsingu, mottum og hljóðdempandi vörum. Því til viðbótar bjóðum við einnig uppá allt frá húsgögnum fyrir fatahengið og nemendaskápa að húsgögnum fyrir bókasöfn og skólamötuneyti.

Vandaðar iðnaðarvörur

Fyrir framleiðslufyrirtæki sem reiða sig á sterkbyggðan búnað til að styðja við framleiðsluna, bjóðum við allt sem þú þarft fyrir öruggt og skilvirkt vinnuumhverfi. Veldu vinnuvistvænan vinnubekk úr fjölbreyttu úrvali okkar til að bæta vellíðan og framleiðni. Hámarkaðu geymslupláss með brettagrindum og lagerhillum. Komdu í veg fyrir meiðsli á vinnustað með réttri handvirkri meðhöndlun og lyftibúnaði. Í gegnum allar okkar línur höfum við lagt áherslu á virkni og vinnuvistvæni til að gera vinnustaði öruggari, heilbrigðari og þægilegri fyrir starfsfólk.

Vellíðan á vinnustað

Fyrirtæki verða sífellt meðvitaðri um mikilvægi heilsu starfsmanna og vellíðan. Sem meðlimur ukactive hefur AJ Products skuldbundið sig því að gera vinnustaði hamingjusamari og heilbrigðari staði til að vera á. Það eru margar rannsóknir sem benda til þess að kyrrsetulífsstíll geti leitt til heilsufarslegra vandamála, þar með talin offita, sykursýki af tegund 2 og stoðkerfisvandamál. Við hjá AJ Products teljum að vera í formi og vera heilbrigður einstaklingur er eitthvað sem allir geta stefnt að. Miðað við langan tíma sem margir fullorðnir eyða í að sitja meðan þeir eru í vinnunni er nauðsynlegt að berjast gegn því á vinnustaðnum. Við hvetjum starfsmenn til að fá sér rafdrifið skrifborð úr hinu mikla úrvali virkra skrifstofuhúsgagna á netinu. Þar að auki ná lausnir okkar til alls konar vinnustaða, þar með talin verkstæði, verksmiðjur og vöruhús.

Snjallar og sjálfbærar lausnir

Með því að sameina sérfræðiþekkingu, hátt þjónustustig og víðfemt úrval af yfir 15.000 gæðavörum, sem margar eru hannaðar og framleiddar innanhúss, getum við alltaf boðið upp á snjallar og sjálfbærar lausnir fyrir þinn vinnustað. Hjá AJ Products finnur þú nútímaleg húsgögn með snjalla eiginleika og góða vinnuvistfræði eiginleika, hönnuð til að auka skilvirkni og hvetja til sköpunar og ánægju - ár eftir ár.

Spurðu okkur og þú munt fá svar strax

Síðast en ekki síst: ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að á heimasíðu okkar eða þarft aðstoð við að velja réttu vörurnar, geturðu alltaf haft samband við þjónustuver okkar sem aðstoða þig eftir fremsta megni. Spjallaðu við okkur á netinu, sendu tölvupóst á ajvorulistinn@bender.is eða hringdu í okkur í síma 557-6050.