Verkfæraskápar

Verkfæraskápar fyrir verksmiðjur og verkstæði

Þegar kemur að því að halda röð og reglu á vinnustaðnum og minnka óreiðu eru góðar geymslulausnir nauðsynlegar. Þess vegna leitast AJ Vörulistinn við að bjóða upp á vandaðar geymslueiningar á góðu verði. Vöruúrvalið okkar getur sinnt margvíslegum þörfum og inniheldur allt frá litlum verkfæraskápum til verslunarhillna fyrir þung tæki, stóra varahluti og fleira. Hér að neðan geturðu lesið nánar um mismunandi tegundir af vöruhúsa- og verkstæðisskápum frá okkur.

Skápar undir smáhluti

Smáhlutaskáparnir okkar eru gerðir úr sterku, duftlökkuðu plötustáli, sem gefur þeim harðgert og endingargott yfirborð. Flestir skáparnir okkar er með færanlegar hillur og smáhlutabakka. Þú getur notað þá til að geyma nagla, skrúfur og aðra smáhluti. Skáparnir okkar eru læsanlegir með sílinderlás sem tryggir öryggi innihaldsins og að enginn komast að því í óleyfi. Þú getur fest skápana á vegg eða komið þeim fyrir á vinnubekk allt eftir þínum þörfum. Skáparnir okkar eru fáanlegir í bláum eða hvítum lit. Veldu þann sem passar best við þitt umhverfi.

Verkfæraskápar

Allir véla- og verkfæraskáparnir okkar eru heilsoðnir og gerðir til að endast í langan tíma. Minni vélaskápurinn er hannaður til geyma verkfæri þannig að auðvelt sé komast að þeim þegar þörf krefur. Skápurinn inniheldur hillur, krókasett og verkfæraspjald sem gefur þér góða yfirsýn yfir innihaldið. Bættu við geymsluskáp úr stálplötum þar sem þú getur geymt verkfæri ásamt möppum og öðrum skrifstofuvörum, sem kemur sér vel ef skrifstofur og iðnaðarhúsnæði er í sömu byggingu. Efnisskápurinn er með bæði stillanlegum hillum og fótum, þannig að þú getur auðveldlega búið til þá geymslulausn sem hentar þér best. Ef þú ert með spurningar varðandi verkfæraskápana okkar er þér að sjálfsögðu velkomið að hafa samband við sölufulltrúa okkar, sem hjálpa þér að velja þann rétta!

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillur