Skrifstofustólar fyrir alla skrifstofuna

Skrifstofu- og skrifborðsstólar

Starfsfólk þarf venjulega að eyða 7-8 stundum á dag á skrifstofunni. Það að sitja í svo langan tíma í einu getur valdi óþægindum og leitt til stoðkerfisvandamála sem aftur getur leitt til fleiri fjarverustunda og minni afkastagetu. Það er því nauðsynlegt að velja hágæða skrifstofuhúsgögn sem eru hönnuð með vinnuvernd í huga til að bjóða starfsfólkinu upp á þægindi og draga úr heilsuvandamálum. Lestu eftirfarandi punkta til að læra meira um stólana og finna þá sem henta þínum vinnustað best.

Mismunandi gerðir

AJ Vörulistinn býður upp á fjölbreytt úrval af skrifstofustólum með mismunandi eiginleika. Ef þú ert að leita að nýtískulegum skrifstofustólum sem gefa skrifstofunni fágað yfirbragð, þá eru Watford eða Lancaster stólarnir okkar besti kosturinn. Ef þú ert í staðinn að leita að virkilega hagnýtum og vinnuvænum skrifborðsstól, eða leikjastól, fyrir margar klukkustundir af setu - þá er Ramsey, 24ja tíma stóllinn okkar, fullkominn valkostur. Dover skrifstofustólarnir okkar eru svo tilvaldir fyrir litlar skrifstofur. Hafðu samband ef þig vantar hjálp við að finna hentuga stóla.

Hráefni

Stólarnir okkar eru fáanlegir úr mismunandi hráefnum, þar á meðal leðri, möskva, ull, gervileðri og fleirum. Þegar verið er velja stóla er miklvægt að huga að mismunandi þáttum, eins og endingargetu, þægindum, útliti og hreinlæti og einnig í hvernig aðstæðum á að nota þá. Til dæmis, ef þú vilt gefa fundarherberginu vandað yfirbragð geturðu valið svarta leðurstóla. Ef það er mjög hlýtt á skrifstofunni getur þægilegt möskvabak á stólnum verið fullkominn kostur, en ef þú kýst umhverfisvænni valkost geturðu valið stól með 100% endurunnu efni. Í úrvali okkar af skrifstofustólum má finna klassíska liti eins og gráan, svartan og hvítan en einnig óhefðbundnari liti eins og rauðan, fjólubláan, appelsínugulan og gulan. Þú getur smellt á lýsingar á hverri vöru til að fá nánari upplýsingar um áklæði og efni.

Tæknibúnaður

Við bjóðum upp á skrifstofustóla með mismunandi eiginleika sem hjálpa starfsfólkinu að finna þægilega vinnustellingu. Við erum, til dæmis, með stóla með samstillingartækni, sem þýðir að bakið og setan hreyfast saman þannig að þau viðhalda ákjósanlegu horni og hægt er að læsa þeim í þeirri stillingu sem hentar notandanum best. Við seljum einnig stóla með búnað sem stýrir því að sætisbakið hallast án tengsla við setuna og hægt er að læsa því í mismunandi stillingum. Hafðu sambandi við okkur ef þig vantar hjálp við að finna stóla sem henta þinni skrifstofu best.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

JafnvægisboltarJafnvægiskollarVinnumottur