Hillur með mikið pláss fyrir skjalageymslu

Þessi duftlakkaða hillueining, sem gerð er úr plötustáli, býður upp á handhægt og sveigjanlegt geymslupláss. Þetta einfalda og vel hannaða hillukerfi hentar flestum aðstæðum, eins og skjalageymslum, geymslurýmum á skrifstofum, vöruhúsum og fleiri stöðum. Það er auðvelt að setja hillurekkana saman þar sem til þess þarf ekki skrúfur eða bolta, heldur einfaldlega að hengja hillurnar í þeirri hæð sem óskað er á milli fjögurra stoða. Hillurnar má stilla með 40 mm millibili sem gefur þér mikinn sveigjanleika. Það er líka hægt að styrkja hillusamstæðuna með sterkum hliðarþiljum og bakstífum. Duftlökkun gefur hillusamstæðunni slitsterkt yfirborð og fætur hennar valda ekki skemmdum á gólfinu. Við seljum aukalegar hillur sem fylgihluti, sem þú getur notað til að bæta við geymsluplássi og sníða hillusamstæðuna algjörlega að þínum þörfum. Smelltu á einstaka vörur til að sjá ítarlegri upplýsingar.

Skjalahillur

Skoðaðu skjalageymsluhillurnar okkar, sem eru fullkomnar til að geyma sjúkragögn, reikninga og önnur mikilvæg skjöl. Hillusamstæðunni fylgja kassar og hún er gerð til að bera stærð og þyngd staðlaðra skjalakassa . Þú getur komið allt að tíu kössum fyrir á hverri hillu, og hver hilla getur borið allt að 300 kg. Það er auðvelt að setja hillusamstæðuna saman án þess að nota bolta.Hún er gerð úr galvaníseruðu stáli sem gerir hana mjög sterkbyggða og endingargóða. Grunneiningin samanstendur af tveimur endarömmum með hillum og getur staðið ein og sér eða sem hluti af stærra hillukerfi. Þú getur bætt við viðbótareiningum, sem eru seldar stakar. Fyrir utan hillusamstæðurnar sem nefndar voru að ofan erum við einnig með aðrar skjalahillur sem setja má saman án bolta, litlar hillusamstæður, stálhillur og fleira. Hillusamstæðurnar okkar eru í háum gæðaflokki og geta mætt þínum þörfum. Hafðu samband við sölumenn okkar ef þú ert með einhverjar spurningar.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

SkrifstofustólarTölvuborðUpplýsingatöflur