Fylgihlutir fyrir skápa

Fylgihlutir með skápum

AJ Vörulistinn býður upp á fjölbreytt úrval af fylgihlutum með skápum. Þú getur fundið réttu lásana fyrir notendurna, bætt við bekkjum, lyft skápnum af gólfinu með standi til að auðvelda hreingerningar og lagað innviðina að þínum þörfum. Allt til að finna fullkomna lausn fyrir þinn vinnustað, hvort sem það er skóli, íþróttahús eða annað fyrirtæki.

Bekkir og standar fyrir fataskápa

Bekkir eru góð og hagnýt viðbót við fataskápa, sérstaklega í búningsklefum. Skápnum er lyft upp í þægilega hæð til að setjast niður og skipta um föt. Það gerir líka auðveldara að skúra gólfið undir skápnum. Ef þú þarft ekki á sætum að halda er hægt að fá stand undir skápinn til að lyfta honum af gólfinu og auðvelda þannig hreingerningar. Það kemur sér sérstaklega vel í umhverfi þar sem hreinlæti er mikilvægt. .

Lásar fyrir fataskápa

Þú getur keypt mismunandi tegundir af lásum fyrir skápana, þannig að þú getur valið þá sem henta þínum aðstæðum best. Í skólum, til dæmis, í stað þess að velja lyklalás, er hægt að gera nemendum mögulegt að læsa skápnum með sínum eigin hengilás þannig að húsvörður þurfi ekki að halda utan um fjölda lykla, sem sumir eru kannski týndir þegar skólaárinu lýkur. Annar möguleiki fyrir bæði skóla og vinnustaði, þar sem einstaklingum er úthlutað skápum, er að velja vélrænan eða rafdrifinn talnalás. Það getur stundum verið auðveldara að leggja talnaröð á minnið heldur an að muna eftir að taka með sér lykil á hverjum degi. Talnalásum fylgja oftast masterlyklar eða möguleiki á að endurstilla lásinn sem tiltekinn notandi hefur aðgengi að ef talnaröðin gleymist eða nýr notandi á að taka við skápnum. Við aðstæður eins og í líkamsræktarstöðum eða almenningssundlaugum þar sem skáparnir eru notaðir af mörgum mismunandi einstaklingum er gott að nota myntlás til að tryggja að lyklum sé skilað að notkun lokinni. Notaðu plastlyklakippu til að merkja masterlykla þannig að starfsfólk geti komist að skápunum ef þörf krefur.

Innréttingar fataskápa

Sumir fataskápar gefa þér möguleika á að laga innviðina að þínum þörfum.Ef þú kemur hillu fyrir inni í skápnum er auðveldara að geyma í honum persónulega muni eða skjöl. Skápar í fullri lengd eru oft með eina hillu innifalda en möguleikinn á að bæta við fleiri hillum eða koma hillu fyrir í minni skáp gefur notandanum þann sveigjanleika sem þarf. Það getur líka verið þægileg lausn að bæta við bleytubakka við botninn ef þú þarft að hengja upp blautar yfirhafnir eða regnhlífar, þar sem hann tekur við bleytunni sem drýpur af þeim og kemur í veg fyrir að pollar myndist á skápgólfinu. Aðrir valkostir sem eru í boði eru upphengislár, handklæðasnagar og skilrúm. AJ Vörulistinn býður upp á margs konar geymslumöguleika fyrir fataherbergi eða búningsklefa.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

FataskáparBekkir og krókalistarLæsingar