Brettagrindur og brettakragar

Brettagrindur og kragar koma sér vel þegar verið er að flytja og meðhöndla vörur á brettum. Við bjóðum upp á úrval af stórum og sterkbyggðum brettagrindum sem henta vel fyrir iðnaðarumhverfi. Ef þú ert að leita að lausn sem tryggir öryggi farmsins í flutningum og geymslu ættirðu að skoða vöruúrvalið okkar.

Brettagrindur fyrir vöruhús

Ef þú ert að leita að áhrifaríkri lausn eru plastbrettagrindurnar okkar góður kostur. Þær eru hannaðar til að taka 60% minna páss þegar þær eru brotnar saman. Það er þar að auki hægt að stafla þeim upp samanbrotnum. Ólíkt brettakrögum þarf ekki að nota þessar brettagrindur með viðarbretti þar sem þær eru með innbyggt EUR bretti úr plasti, sem hægt er að lyfta með brettatjakk eða gaffallyftara. Plastbrettagrindurnar eru einnig mjög hentugar sem vöruumbúðir sem hægt er að endurnýta og minnka þannig umhverfisáhrif þíns fyrirtækis. Ef þú ert þegar með vörubretti geturðu fjárfest í brettakraga. Það er sniðug lausn fyrir vöruhús og verkstæði við meðferð á vörum í geymslu eða þegar verið er að undirbúa þær til sendingar til viðskiptavina. Brettakragi kemur sér séstaklega vel fyrir smávörur þar sem hann heldur þeim öruggum á brettinu án þess að þörf sé á að nota mikið pökkunarplast.

Staflanlegar brettagrindur sem spara pláss

Brettagrind úr stáli getur verið góður kostur í staðinn fyrir plastbrettagrind. Það er auðvelt að stafla þeim upp og færa þær til og þær eru hentugar fyrir margs konar starfsemi, þar á meðal matvælaframleiðslu og vöruhús. Þær eru staflanlegar og haldast stöðugar jafnvel þótt efsta brettið sé tómt. Hægt er að fella efri og neðri hluta langhliðarinnar niður til að komast að vörunum. Mikið burðarþol gerir þessar brettagrindur sérstaklega hentugar fyrir fyrirferðamiklar og þungar vörur. Þær eru með sterkan stálramma sem gerir þær mjög slitsterkar en fer jafnframt vel með vörurnar sem verið er að flytja. Brettagrindur henta mjög vel fyrir krefjandi umhverfi og aðrar aðstæður þar sem þörf er á stórum og sterkbyggðum ílátum. Þær búa yfir mörgum góðum kostum, þar á meðal að hægt er að nota þær aftur og aftur. Það eru margar mismunandi stærðir og gerðir í boði svo þú getur auðveldlega fundið lausn sem hentar þínum vörum og aðstæðum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur