Lyftibúnaður og hjálpartæki

Fjölbreytt úrval okkar af vögnum, brettatjökkum, sekkjatrillum og kerrum stendur þér til boða til að auðvelda þér að meðhöndla og lyfta vörum á einfaldari hátt. Þessi tæki eru hönnuð til að draga sem mest úr líkamlegu álagi á notandann, sama hver þyngd eða umfang vörunnar er. Þar sem sum tækin geta borið allt að 60.000 kg getum við ábyrgst að vinnan í vöruhúsinu verður auðveldari! Hér að neðan má lesa nánar um vöruúrvalið okkar.

Vagnar

Lyftivagnarnir okkar eru sterkbyggðir og með fjögur hjól og handföng sem gera þá auðvelda í meðförum og auðvelt að stýra þeim. Þeir eru tilvaldir fyrir ýmsa flutninga en þá má líka nota þá sem vinnubekk. Bögglagrindurnar okkar eru með hillur sem má setja upp eða fella niður eftir þörfum. Galvaníseruðu öryggisgrindurnar okkar eru ákjósanlegar þegar þarf að flytja eða geyma vörur á öruggan hátt þar sem þær eru læsanlegar. AJ Vörulistinn býður einnig upp á pallvagna, hilluvagna og sekkjatrillur auk almennra flutningavagna. Allir flutningavagnarnir eru fáanlegir í mismunandi stærðum og með mismikið burðarþol þannig að þú getur fundið þá sem henta þínu fyrirtæki best.

Brettatjakkar

Við bjóðum upp á meðfærilega, örugga og sterkbyggða brettatjakka sem geta borið allt að 3000 kg, eftir tegund. Þessir brettatjakkar gera vinnuferlið skilvirkara og hjálpa þér að meðhöndla þungan varning. Sumar tegundirnar eru einnig búnar snögglyftitækni þar sem aðeins þarf þrjú slög til að flytja brettið af stað. Stýrihjólin eru gerð úr næloni, pólýúretani, eða gúmmí sem gerir aðvelt að stýra tjakknum og keyra hann yfir hvaða gólf sem er. Við erum einnig með brettatjakka sem má nota utandyra á ósléttu undirlagi. Að auki bjóðum við upp á brettagrindur sem má nota til að geyma eða jafnvel flytja vörur. Þar að auki erum við með brettavagna sem nota má til að flytja bretti á milli staða í vöruhúsinu.

Hjólapallar

Þú getur valið úr miklu úrvali af trillum og hjólapöllum sem gerðir eru úr plasti, viði, áli og jafnvel úr krossviði. Þessi hjálpa þér að meðhöndla og flytja þunga kassa og búnað á vinnustaðnum. Hjólin gera mjög auðvelt að stýra þeim og því eru þau einföld í meðförum fyrir starfsfólkið. Þetta eru mjög hagnýt hjálpartæki við að flytja þungan vélbúnað og geta borið allt að 60 tonn. Við bjóðum þar að auki upp á aðgengisrampa og aukabúnað fyrir lyftaragaffla sem gera flutninga á þungum varningi auðveldari. Við erum einnig með sekkjatrillur, staflara, pallvagna og sturtugáma. Skoðaðu úrvalið okkar og nánari vörulýsingar til að velja þann búnað sem hentar þér best.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur