Póstflokkun

Póstflokkunarskápar fyrir vinnustaði

Ímyndaðu þér að vinna á skrifstofu þar sem pappírar liggja í hrúgum á skrifborðum starfsmanna eða liggja á hráviði. Á slíkum vinnustað eru hætta á að mikilvæg skjöl týnist og starfsfólkið þurfi að eyða miklum tíma í að leita að þeim. Það er því mikilvægt að fjárfesta í lausnum sem hjálpa þér að viðhalda góðu skipulagi á skrifstofunni. Við bjóðum upp á margs konar geymsluskápa á góðu verði sem þú getur notað í þeim tilgangi. Þú getur lesið nánar hér að neða um mismunandi gerðir af flokkunarskápum.

Póstflokkunarskápar

Á hverri skrifstofu er tekið við miklu magni af pósti sem þarf að flokka í sundur. Með póstflokkunarskápunum okkar geturðu geymt póst, útprentarnir og ýmis skjöl á skipulegan hátt. Skáparnir okkar eru með mörg aðskilin hólf og eru fáanlegir með eða án hurða. Þeir skápar sem eru með hurðir eru með lása sem tryggja öryggi innihaldsins. Sumir þeirra eru einnig með eina aðalhurð sem gefur aðgengi að öllum hólfunum. Flestir af opnu skápunum eru með færanlegar hillur svo þú getur lagað stærð hólfanna að þínum þörfum. Við erum með skápa sem eru gerðir úr stálplötum eða viðarlíki og eru báðar útgáfur auðveldar í þrifum og viðhaldi. Til að einfalda flokkun á pósti og öðrum skjölum geturðu einnig smeygt merkimiðum undir állistana sem eru framan á flestum hillanna. Viðarlíkisskáparnir eru fáanlegir í beyki-, birki- og hvítum lit og þú getur valið þá sem passa við aðra innviði skrifstofunnar. Til þess að nýta plássið sem best geturðu valið veggfesta skápa. Hafðu samband ef þig vantar ítarlegri upplýsingar.

Póstflokkunarskápar

Hilluskáparnir okkar eru góð viðbót við póstflokkunarskápana okkar til að halda utan um pappíra og skjöl. Þessar einingar eru með tvær hillur sem hvor um sig rúmar allt að 15 A4 möppur. Þeir eru líka með stóra, útdraganlega flokkunarhillu þar sem þú getur geymt póst og aðra hluti tímabundið og sem nota má sem skrifborð. Fyrir utan póstflokkunarhúsgögn bjóðum við einnig upp á eldtrausta skápa, skápa með rennihurðum, skjalaskápa og margt fleira til að geyma skjöl og pappíra á skilvirkan hátt. Það má blanda þessum einingum saman við önnur skrifstofuhúsgögn okkar eins og þörf krefur og setja saman heildarlausn.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

FatastandarSófaborðMóttökuborð