Lyftibúnaður

Lyftibúnaður og hjálpartæki

AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af vörum sem hjálpa þér að lyfta þungum hlutum, eins og brettatjakka, staflara, lyftiborð, hjólapalla og fleira. Þú getur jafnvel breytt gaffallyfturum með því að nota ýmsa fylgihluti sem í boði eru til að laga þá að þínum þörfum. Þú getur lesið nánar um úrvalið okkar hér að neðan.

Tjakkar og búkkar

Hjá AJ Vörulistanum geturðu fengið lítinn og stöðugan vökvatjakk sem er fullkominn fyrir viðgerðir, viðhald og uppsetningu á þungum vélum. Við erum með vökvatjakka af mismunandi gerðum sem eru auðveldir í notkun. Þá má nota í hvaða stöðu sem er og sveifin er losanleg sem gefur meiri sveigjanleika. Hraðinn á lækkuninni er stillanlegur. Innbyggð yfirhleðsluvörn tryggir öryggi í notkun. Þú getur notað búkka til að hjálpa þér að lyfta þungum hlutum og gera vinnuferlið einfaldara. Búkkarnir henta mjög vel til að lyfta vörubílum og þungavélum og eru kjörnir fyrir iðnaðarumhverfi. Tjakkarnir okkar eru gerðir til að hjálpa þér að lyfta þungum búnaði.

Lyftiborð og vagnar

Meðhöndlun á ýmis konar vörum er mikilvægur hluti af starfseminni í vöruhúsum og verkstæðum. Það felur oft í sér að lyfta og flytja vörur frá einum stað á annan. AJ Vörulistinn býður upp á hágæða, færanleg lyftiborð og vagna sem hjálpa þér við alla slíka vinnu. Við erum með úrval af lyftiborðum sem auðvelda þér að lyfta vörunum. Þú getur valið um vökvadrifin lyftiborð, handvirk borð, skæralyftuborð, borð með tvöföldum skærum og færanleg lyftiborð.

Brettatjakkar

Brettatjakkarnir okkar eru öruggir, traustir og auðveldir í notkun. Sterkustu tjakkarnir geta borið allt að 3000 kg. Brettatjakkarnir einfalda vinnuferlið á flestum vinnustöðum þar sem flytja þarf þunga og stóra hluti. Sumar gerðir eru með svokallaða "quick lift" tækni, sem þýðir að tjakkurinn lyftir brettinu í aðeins þremur slögum. Brettatjakkarnir eru með mismunandi tegundir af hjólum og eru fáanlegir með hjól úr næloni, pólýúretani eða plasti, allt eftir hvað hentar mismunandi undirlagi betur. Brettatjakkarnir eru með mismunandi langa gaffla og lyftigetu og hægt að fá þá með innbyggðri vog og einföldum eða tvöföldum hjólum. Ef unnið er utandyra eða í umhverfi þar sem venjulegir brettatjakkar virka ekki er öflugur torfærulyftari valkostur sem hentar byggingarsvæðum eða landbúnaði.

Rúllufæribönd

Rúllufæriböndin okkar henta margs konar starfsemi og hægt er að nota þau með kössum, bökkum og öðrum varningi með flötum botni. Rúllufæriböndin okkar eru sveigjanleg og auðvelt að laga þau að mismunandi aðstæðum og verkefnum. Þú getur mótað færibandið eftir þínu höfði, til dæmis með S-laga sveigju og það er með hæðarstillanlegar undirstöður sem gera þér mögulegt að stilla það í þægilega vinnuhæð. Færiböndin eru fáanleg með rúllukefli úr mismunandi hráefnum, til dæmis, sterku stáli, næloni eða PVC, þannig að þú getur fundið þau sem henta þér og valda ekki skemmdum á vörunum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur