Húsgögn fyrir skóla og leikskóla

Húsgögn fyrir skóla og menntastofnanir

AJ Vörulistinn er með mikið úrval af hugvitsamlegum og fræðandi húsgögnum og leiktækjum fyrir börn og unglinga. Við erum á því að börnin læri best þegar þau finna fyrir hvatningu, og því eru öll skólahúsgögnin okkar, hvort sem þau eru fyrir kennslustofuna, bókasafnið eða leikherbergi, litrík, nýtískuleg og skemmtileg. Hér að neðan má lesa meira um þessi húsgögn.

Skólahúsgögn

Úrvalið okkar af nýtískulegum skólahúsgögnum eru hönnuð til að örva nemendurna og bjóða þeim upp á þægilegt og notalegt umhverfi sem hvetur þá til að læra. AJ Vörulistinn er staðráðinn í að hvetja til meiri líkamsæfinga og hreyfingar í bæði skólum og vinnustöðum og því eru húsgögnin okkar hönnuð til að styðja við virkt nám. Við vitum einnig að gott geymslupláss í kennslustofunni er mjög mikilvægt fyrir námið til að bækur, skólagögn og eigur nemenda sé í öruggri geymslu. Því erum við einnig með mikið úrval af skápum, skúffum og fleiri geymsluhúsgögnum.

Umhverfisvæn skólahúsgögn

AJ hefur þróað vörulínu með umhverfisvænum húsgögnum sem bera norræna Svansmerkið og eru hönnuð sérstaklega fyrir skóla og leikskóla. Hugmyndin varð til af löngun til að vera í fararbroddi umhverfisvitundar. Fyrir okkur var þetta tækifæri til að skipta máli í umhverfi þar sem börn eyða nokkrum klukkustundum á hverjum degi vikunnar. Með því að velja vörur sem bera Svansmerkið er verið að taka ábyrga og meðvitaða ákvörðun fyrir bæði fyrir umhverfið og börnin í þinni umsjá. Öllu framleiðsluferlinu, frá skógi til fullunninnar vöru og síðan endurvinnslu er vandlega stýrt.

Húsgögn fyrir matsalinn

Matartíminn er mikilvægur hluti af skóladeginum. Réttu húsgögnin í matsalnum hjálpa nemendunum að blanda geði við aðra og taka sér hvíld frá náminu. Samfellanleg borð eru sniðugir valkostir fyrir marga skóla því það er hægt að setja þau til hliðar eftir notkun og nota salinn í annað.

Leikskólahúsgögn

Ung börn þurfa húsgögn og leiktæki sem örva ímyndunaraflið og þola mikið álag. Leikskólahúsgögnin okkar eru í réttri stærð til að lítil börn geti setið þægilega á meðan þau leika sér, læra eða borða matinn sinn. Leikborð er fullkomið fyrir föndurvinnu og skapandi leiki fyrir áhugasöm börn á meðan leikhúsgögn þjálfa félagslega færni og hjálpa börnunum að læra á umhverfið í kringum þau.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

NemendahirslurNemendaskáparHæðarstillaneg nemendaborð