Dragðu úr álagi á fæturnar með góðri fótahvílu

Langar setur við skrifborðið í óþægilegri stellingu geta valdið bakverkjum. Ef bakverkurinn er langvarandi getur starfsmaðurinn þurft að taka veikindaleyfi, sem getur síðan haft áhrif á afkastagetuna. Það er því skynsamlegt fyrir vinnuveitendur að huga ákveðnum vinnuvistvænum þáttum fyrir starfsfólkið, sérstaklega fyrir þau sem þurfa að sitja við vinnuna 8-9 í klukkutíma á dag. Með því að kaupa vinnuvistvæna stóla geturðu boðið starfsfólkinu upp á þægilegar vinnuaðstæður sem hjálpa því að einbeita sér að vinnunni. Ásamt stólunum geturðu líka bætt við vinnuvistvænum fylgihlutum eins og fótstöllum svo að starfsfólkið geti hvílt fæturna við vinnuna. AJ Vörulistinn býður upp á fjölbreytt úrval af fótstöllum fyrir skrifstofuna og hægt er að sjá ítarlegri upplýsingar hér að neðan.

Fótstallar

Við seljum fótpalla sem gerðir eru til að draga úr álagi á fætur og fótleggi og bæta líkamsstöðuna þegar setið er við vinnuna. Það er hægt að stilla pallinn í fjórar mismunandi hæðarstillingar. Fótpallarnir eru gerðir þannig að hallinn fylgir náttúrulegri stöðu fótanna og veita þeim því alltaf stuðning. Fótpallurinn er með krómaðan málmramma og fjóra hálkuvarða fætur sem gefa honum mikinn stöðugleika og endingargetu. Pallurinn er gerður úr auðþrífanlegu pólýstýren. Þar sem fótpallurinn er léttur að burðum er auðvelt að bera hann með sér á milli staða. Keyptu þessa fótpalla fyrir skrifstofuna og komdu í veg fyrir algeng álagsmeiðsli á vinnustaðnum.

Hæðarstillanlegar fótahvílur

Gerðu vinnustellinguna betri og þægilegri með því að nota vinnuvistvænan og hæðarstillanlegan fótstall frá okkur sem léttir álagi af fótum og fótleggjum á meðan þú situr við vinnuna. Þessi fylgihlutur er með stóran pall þar sem þú getur hvílt fæturna. Besti kosturinn við þessa gerð af fótstalli er að hann er með 12 mismunandi hæðarstillingar svo að hægt er að laga hann að þínum þörfum. Hallinn á fótstallinum lagar sig einnig að þínum líkamshreyfingum. Settu góðar gólfmottu undir fótstallinn til að koma í veg fyrir skemmdir á teppum og gólfum á meðan hann er í notkun.

Stillanlegar fótahvílur

Léttu álaginu af þreyttum fótum og fótleggjum með hallanlegum fótskemlum frá okkur. Þannig geturðu komið í veg fyrir álagsmeiðsli sem geta stafað af því að sitja við vinnuna löngum stundum. Þessar vinnuvistvænu fótahvílur hjálpa þér að breyta um líkamsstöðu yfir daginn og þannig finna þægilegri og betri vinnustellingu. Þú getur breytt hallanum á fótskemlinum með því að hreyfa fæturna á pallinum. Pallurinn er breiður og því nægt pláss fyrir fæturna. AJ Vörulistinn leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt úrval af vinnuvistvænum húsgögnum og búnaði sem gera vinnuaðstæðurnar þægilegri.