Sýningartjöld og dúkar

Stafrænar kynningar eru daglegur hluti afstarfsemi margra fyrirtækja. Kynningar fyrir viðskiptavini, stjórnafundir, teymisvinna og fyrirlestrar þurfa stafræn hjálpartæki til að koma á framfæri hugmyndum og sýna myndir eða gröf. Til að hafa tilætluð áhrif þarf að sýna kynningar og myndir á hágæða sýningartjöldum. Gæðin koma fram í skýrleika myndarinnar. AJ Vörulistinn býður upp á sýningartjöld með frábæra eiginleika.

Sýningartjöld

Veldu þér sýningartjald eftir stærð og skipulagi herbergisins. Sýningartjald á veggnum henta mjög vel fyrir ýmsa fundi. Það má setja upp á vegg við annan endann á fundarborðinu. Sýningartjald sem kemur niður úr loftinu getur verið hentugra fyrir fyrirlestra þar sem setið er í röðum og auðveldara er fyrir alla þáttakendur að sjá tjald sem er í hærri stöðu. Flest sýningartjöldin okkar eru gerð til að hengjast á vegg eða í loftið svo þú getur valið það sem best hentar þínum aðstæðum.

Notkun

Það fer eftir plássinu og þínum þörfum hvort þú velur varanlegt sýningartjald. Ef þú ert oft með kynningar í sérstöku herbergi getur fast sýningartjald verið tilbúið um leið og þú gengur inn. Hins vegar, ef þú þarft sjaldnar á því að halda eða getur ekki sett það upp í fundarherbergi er sýningartjald sem dregið er niður þegar þess er þörf mjög góður kostur og það er auðvelt að rúlla því upp aftur eftir notkun. Þú getur valið um handvirkan búnað til að draga tjaldið niður og leyfa því að rúllast upp aftur eða rafknúið tjald sem stjórnað er með fjarstýringu og hægt er að slaka niður á meðan fundinum stendur án þess að trufla fundargesti..

Gæði

Sýningartjöldin okkar eru með gain stuðulinn 1.0 og 180° sjónarhorn sem gefur þér skýra og skarpa mynd og með rétt birtujafnvægi. AJ Vörulistinn getur boðið þér allt sem þú þarft fyrir árangursríka fundi. Við erum með mikið úrval af fundarborðum og stólu auk staflanlegra stóla og samfellanlegra borða fyrir stórar ráðstefnur. Fyrir utan sýningartjöld erum við með tússtöflur, tilkynningatöflur og flettistöflustanda sem hjálpa þér að deila hugmyndum þínum með samstarfsfólki þínu og gestum.