Flettitöflustandar með flettitöflum

Flettitöflur og svipuð hjálpartæki eru með algengustu verkfærum sem notuð eru í umhverfi eins og menntastofnunum, ráðstefnusölum og kennslustofum. Flestar þeirra eru færanlegar og því auðvelt að flytja þær frá einum stað á annan. Ef þú hefur áhuga á þessum vörum má læra meira um þær hér að neðan. Skoðaðu hvers konar flettitöflustandar eru fáanlegir og helstu upplýsingar um þá og veldu þann sem hentar þínum þörfum.

Tússtöflur á þrífæti

Við bjóðum upp á tússtöflur á þrífæti, sem eru einnig kallaðar budget flettitöflutrönur. Þær eru með segulmagnaðan tússtöfluflöt. Þessum trönum fylgir líka pennabakki í fullri lengd. Fæturnir eru sundurdraganlegir, þannig að hægt er að stilla hæðina. Þetta eru mög góðar tússtöflur fyrir kennslustofur, fyrirlestrasali og álíka aðstæður. Það má nota þær fyrir hópavinnu, óformlegar kynningar og við þjálfun starfsmanna. Það má einnig koma þeim fyrir á móttökusvæðum og anddyrum til að koma skilaboðum á framfæri við gesti og starfsfólk.

Færanlegar flettitöflur

Skoðaðu færanlegu flettitöflurnar okkar sem geta komið í stað glertússtaflna. Þessi færanlegi búnaður er búinn fimm hjólum sem gefur honum mikinn sveigjanleika og gerir að verkum að fljótlegt og auðvelt er að færa hann þangað sem hans er þörf. Þú getur læst hjólunum og komið í veg fyrir að standurinn færist til á meðan verið er að skrifa á töfluna. Flettitaflan er líka með pennahillu þar sem geyma má penna, segla og aðar fylgihluti innan seilingar. Allur ramminn er svartur og skrifflöturinn hvítur. Flöturinn er segulmagnaður sem gerir að verkum að hægt er að festa línurit, töflur og aðrar skýringarmyndir á hann með seglum. Þetta er fullkomin tilkynningatafla fyrir fundarherbergi, kennslustofur og móttökusvæði á vinnustöðum. Hafðu samband við okkur ef þig vantar meiri upplýsingar

Upphengilistar fyrir teikningar

Við erum með upphengilista þar sem hægt er að geyma teikningar, landakort, veggspjöld og fleira á skipulegan hátt. Það er auðvelt að fletta í gegnum teikningar eða veggspjöld til að skoða þau og einfalt að opna klemmuna og ná í það sem þig vantar. Listarnir eru gerðir úr léttu áli og því auðvelt að bera þá með sér.